fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Skriðdrekar eru afgerandi fyrir sókn Úkraínumanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 07:58

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla og fréttaveita þá eru bæði Þýskaland og Bandaríkin reiðubúin til að láta Úkraínumönnum skriðdreka í té. Þjóðverjar eru sagðir ætla að senda Leopard skriðdreka og Bandaríkin Abrams M1 skriðdreka. Þjóðverjar eru sagðir munu tilkynna þetta formlega á þýska þinginu klukkan 12 í dag að íslenskum tíma.

Der Spiegel, Bloomberg, AP og fleiri fréttaveitur skýra frá þessu. Segja þær að Þjóðverjar muni jafnframt heimila öðrum ríkjum að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu en hart hefur verið þrýst á Þjóðverja að undanförnu að heimila þetta.

Þetta eru mikil tíðindi því Úkraínumenn hafa lengi þrýst á bandamenn sína um að senda skriðdreka. „Þetta verður ein öflugasta sendingin og hún getur gert gæfumun, ekki bara í vörn heldur einnig þegar kemur að því að ýta Rússum til baka,“ sagði Anders Lomholt, sérfræðingur TV2 í varnarmálum, um ákvörðun Þjóðverja og Bandaríkjamanna.

Þýski miðillinn ntv segir að Þjóðverjar séu reiðubúnir til að senda heila skriðdrekadeild, sem samanstendur af 14 skriðdrekum, til Úkraínu. Þetta eru Leopard 2A6 skriðdrekar sem voru teknir í notkun 2001 og eru forverar Leopard 2 skriðdrekanna. Ekki verður þó hægt að senda þá til Úkraínu núna strax því það þarf fyrst að þjálfa úkraínska hermenn til að nota þá, útvega varahluti, þjálfa vélvirkja og einnig þarf að bíða eftir bandarísku Abrams M1 skriðdrekunum því Þjóðverjar vilja ekki vera í fararbroddi í þessu máli að sögn Lomholt.

Bandaríkjamenn hafa verið hikandi við að senda Abrams M1 skriðdreka til Úkraínu því þeir eru sagðir svo fullkomnir að erfitt verði að þjálfa úkraínska hermenn á skömmum tíma til að nota þá. Reuters, AP, Bloomberg og Wall Street Journal segja að nú séu Bandaríkjamenn hins vegar reiðubúnir til að senda Abrams skriðdreka til Úkraínu.

Wall Street Journal segir að þetta sé hluti af samningi Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem Bandaríkin sendi töluverðan fjölda Abrams M1 til Úkraínu gegn því að Þjóðverjar sendi eina herdeild og heimili öðrum ríkjum að gera hið sama.

Anders Puck Nielsen, sérfræðingur við danska varnarmálskólann, sagði að fram að þessu hafi sú ákvörðun Bandaríkjanna að láta Úkraínumönnum HIMARS-flugskeytakerfi í té verið sú sem hefur haft mest áhrif á gang stríðsins. Ákvörðunin um að senda skriðdreka geti skipt sköpum fyrir baráttu Úkraínumanna í framtíðinni.

„Þetta er hlutinn sem vantaði. Nú eru þeir með allan pakkann til að stunda herkænskustríð. Þeir eru með stórskotalið, liðsflutningavagna og nú skriðdreka sem geta veitt stuðning með skothríð og hreyfanleika,“ sagði hann í samtali við TV2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði