fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hugvitssemi Úkraínumanna kemur Bandaríkjamönnum ánægjulega á óvart

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 05:28

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildarmönnum innan bandaríska hersins þá hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu haft þær afleiðingar að hægt hefur verið að prófa ný vopn og bardagaaðferðir á vígvellinum.

Þetta er eitthvað sem enginn vill segja upphátt því hin hörmulegi fylgifiskur stríðsins er að fólk deyr daglega. En heimildarmenn segja að það megi einnig sjá jákvæð áhrif af stríðinu hvað varðar það að prófa ný vopn og bardagaaðferðir.

Þetta gerir Vesturlöndum kleift að prófa nýja tækni og vopn á þann hátt sem sjaldan er mögulegt, í stríði.

Eitt besta dæmið um tækni er app sem Úkraínumenn gerðu. Samkvæmt frétt The Guardian þá heitir appið ePPO og notar það gps farsímans og áttavita til að segja umheiminum frá grunsamlegum hlutum á flugi. Appið er notað til að bera kennsl á rússneska dróna og til að auðvelda Úkraínumönnum að skjóta þá niður. Það eina sem notandinn þarf að gera er að ýta á takka á appinum en með því sendir appið nákvæma staðsetningu til úkraínska hersins.

CNN skýrði frá því nýlega að Bandaríkjaher hafi veitt hugvitssemi Úkraínumanna á vígvellinum athygli. „Hugvitssemi þeirra er einfaldlega frábær,“ sagði Seth Jones, stjórnandi hjá hugveitunni Center for Strategic and International Studies.

Ónafngreindir heimildarmenn innan leyniþjónustustofnana segja að Úkraína sé orðin „tilraunastofa með vopn“ því mörg af vestrænu vopnunum hafi aldrei verið notuð í stríði tveggja iðnvæddra ríkja.

CNN segir að Úkraínumenn hafi til dæmis breytt venjulegum pallbílum í skotpalla fyrir flugskeyti og þeir hafa fundið leið til að festa háþróuð bandarísk flugskeyti á gömlu sovésku MIG orustuþoturnar sem þeir eiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“