fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segir að þýskir skriðdrekar geti orðið vendipunkturinn í stríðinu í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 19:45

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa lengi þrýst á vestræna bandamenn sína að senda þunga skriðdreka auka annarra vopna og skotfæra til landsins. Þeir hafa sérstaklega óskað eftir þýskum Leopard skriðdrekum en margir evrópskir herir ráða yfir slíkum skriðdrekum. Olof Scholz, kanslari Þýskalands, hefur ekki viljað verða við þessu en vaxandi þrýstingur er á hann, innanlands og utan, um að verða við þessu. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir vilji láta Úkraínumönnum Leopardskriðdreka, sem þeir eiga, í té.

Margir sérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær Úkraínumenn fá þunga skriðdreka frá Vesturlöndum og telja að það geti skipt miklu varðandi gang stríðsins.

Áhuga Úkraínumanna á Leopard skriðdrekunum má rekja til að þeir þykja mjög traustir, eru með góða brynvörn og öflug vopn. Þá er auðvelt að sinna viðhaldi á þeim því svo margir evrópskir herir eru með slíka skriðdreka.

Sky News segir að bretar séu að íhuga að senda Úkraínumönnum Challenger 2 skriðdreka sem eru einnig nútímalegir, þungir skriðdrekar.

Andrezj Duda, forseti Póllands, heimsótti Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í borginni Lviv í gær. Þá sagði Duda að Pólverjar vilji senda Leopard skriðdreka til Úkraínu „innan ramma alþjóðabandalagsins“. Þetta þýðir í raun að þýsk stjórnvöld verða að gefa grænt ljós á að Úkraína fái Leopard skriðdreka.

Palle Ydstebø, yfirlautinant við norska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið, að það sé mjög mikilvægt fyrir Úkraínu að geta stofnað fleiri herdeildir sem eru með vestræna skriðdreka og önnur nútímavopn. „Þetta gæti orðið vendipunkturinn í getu Úkraínumanna til að sækja fram,“ sagði hann og benti á að þetta myndi styrkja slagkraft úkraínska hersins mikið og verði miklu meiri en það sem Rússar geta teflt fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks