fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Landflótta rússneskur diplómat segir að villt hafi verið um fyrir Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 07:05

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tók ákvörðun um innrás í Úkraínu á grunni rangra og villandi upplýsinga.

Þetta sagði Boris Bondarev, sem á langan starfsferil að baki í rússnesku utanríkisþjónustunni, í þættinum Lippert á TV2 í gærkvöldi.

Hann er eini rússneski embættismaðurinn, sem vitað er um, sem hefur flúið land í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Það gerði hann í maí þegar hann var í Sviss með sendinefnd Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá sagðist „hann aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt“. Hann býr nú í Sviss en hann getur ekki snúið aftur heim svo lengi sem Pútín er við völd.

Í þættinum sagði hann að Pútín hafi ekki verið algjörlega ókunnugt um staðreyndirnar um stöðu mála í Úkraínu en staðreyndirnar hafi verið kynntar fyrir honum af fólki sem vildi þóknast honum. Af þeim sökum hafi hann mislesið stöðuna í Úkraínu.

Í þættinum sagði hann að embættismenn hafi matað Pútín með röngum upplýsingum til að þær myndu ekki ganga gegn hugmyndum hans um sterkt Rússland með yfirburða her.

„Tryggir embættismenn vilja helst segja það sem þeir halda að Pútín vilji heyra í stað þess að skýra frá upplýsingum um raunverulega stöðu mála,“ sagði Bondarev.

Hann var spurður af hverju heilt kerfi diplómata, sem hann var sjálfur hluti af, telji nauðsynlegt að villa um fyrir Pútín og hvenær þetta hafi þróast. Hann sagði að þetta hafi þróast samhliða þróun stjórnar Pútíns. „Ríki Pútíns byggist ekki upp á fagmennsku eða hæfileikum, það byggist upp á hollustu. Það þýðir að lykilstöðurnar í stjórn Pútíns eru fullar af fólki sem er honum tryggt.  Þannig að í 99% tilfella þá hafa þeir sem taka ákvarðanir ekki hæfileika til að taka þær,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin