fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Úkraínskir hermenn teknir úr fremstu víglínu og sendir í þjálfun í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 08:00

Patriot loftvarnarkerfi í. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 100 úkraínskir hermenn verða teknir úr fremstu víglínu í Úkraínu og sendir til Bandaríkjanna til að sækja þjálfun í notkun Patriot-loftvarnarkerfisins en það er hannað til að verjast loftárásum.

Sky News segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi staðfest að hermennirnir muni verða fluttir til Fort Sill í Oklahoma þar sem þeir munu hljóta þjálfun í notkun Patriot-kerfisins.

Kerfið getur brugðist við árásum með flugvélum, stýriflaugum og skammdrægum eldflaugum.

Sky News segir að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hafi tekið óvenjulega ákvörðun með því að taka hermenn af vígvellinum til að fara í þjálfun í Bandaríkjunum. Þó hafi úkraínskir hermenn verið sendir í stutta þjálfun í bandarískum herstöðvum í Evrópu þegar þeim var kennt að stýra flóknum vopnum, þar á meðal HIMARS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða