fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínskir hermenn teknir úr fremstu víglínu og sendir í þjálfun í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 08:00

Patriot loftvarnarkerfi í. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 100 úkraínskir hermenn verða teknir úr fremstu víglínu í Úkraínu og sendir til Bandaríkjanna til að sækja þjálfun í notkun Patriot-loftvarnarkerfisins en það er hannað til að verjast loftárásum.

Sky News segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi staðfest að hermennirnir muni verða fluttir til Fort Sill í Oklahoma þar sem þeir munu hljóta þjálfun í notkun Patriot-kerfisins.

Kerfið getur brugðist við árásum með flugvélum, stýriflaugum og skammdrægum eldflaugum.

Sky News segir að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hafi tekið óvenjulega ákvörðun með því að taka hermenn af vígvellinum til að fara í þjálfun í Bandaríkjunum. Þó hafi úkraínskir hermenn verið sendir í stutta þjálfun í bandarískum herstöðvum í Evrópu þegar þeim var kennt að stýra flóknum vopnum, þar á meðal HIMARS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns