Blaðamennirnir Helena Rós Sturludóttir og Guðmundur Gunnarsson fara yfir fréttir dagsins. Helena Rós varði deginum í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekið var fyrir mál Semu Erlu gegn Margréti Friðriksdóttur. Guðmundur Gunnarsson fjallar um Íslandsbankasöluna og hvernig nýjustu upplýsingar vekja upp fleiri spurningar en þær sem er svarað. Sigmundur Davíð skrifaði uppfærslu á Facebook í gær varðandi glæru úr stjórnmálafræði í Verzlunarskóla Íslands þar sem sagði „Merkir þjóðernissinnar“ og myndir voru af honum auk Hitlers og Mussolini.
Sævar Daníel er öryrki á fertugsaldri sem sækist nú eftir dánaraðstoð erlendis vegna sífelldra kvala í stoðkerfi líkamans. Hann segist vera að slitna í sundur, heilbrigðiskerfið sé búið að gefast upp á honum – og núna hafa vinir hans skotið skjólshúsi yfir hann.
Það er eining innan þess hóps sem fylgir Sólveigu – þeir sem eru óssammála sólveigu fá ekki rödd innan eflingar, segir Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari Eflingar.
Forsvarsfólk tónlistarviðburða sem eru á seinni hluta ársins hefur um nokkurt skeið kvartað undan úthlutunarreglum tónlistarsjóðs, sem er í júlí. Hátíðir eins og Óperudagar, Þjóðlagahátíð á Siglufirði og Berjadagar á Ólafsfirði eiga erfitt að setja upp viðburði með þessum stutta fyrirvara.
Norðaustan 8-15 m/s, en 5-13 á morgun. Él um landið norðanvert. Skýjað með köflum og stöku él sunnanlands, en léttir til á morgun. Kólnar smám saman, frost 0 til 5 stig á morgun.