fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:50

Frá Gasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas samtökin, sem ráða lögum og lofum á Gasa, tóku fimm Palestínumenn af lífi í gær. Tveir þeirra eru sagðir hafa verið samverkamenn Ísraela.

„Á sunnudagsmorgun voru tveir teknir af lífi, sem voru dæmdir fyrir að starfa með hersetuliðinu, og þrír til viðbótar sem voru dæmdir fyrir glæpi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hamas.

Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir glæpi, eru sagðir hafa framið morð.

Hinir tveir, annar á fimmtugsaldri og hinn á sextugsaldri, eru sagðir hafa starfað með Ísraelsmönnum. Sá eldri er sagður hafa veitt Ísraelsmönnum upplýsingar um meðlimi Hamas og staðsetningu eldflaugaskotpalla. Þetta á hann að hafa gert 1991. Hinn er sagður hafa veitt ísraelsku leyniþjónustunni upplýsingar sem leiddur til þess að íbúar á Gasa dóu „píslarvættisdauða“ 2001. Mennirnir voru báðir meðlimir palestínskra öryggissveita. Þeir voru skotnir en hinir þrír voru hengdir.

Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum, ESB og Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“