fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Setja upp eftirlitsstöðvar til að ná þeim sem reyna að komast hjá herkvaðningu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 13:32

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld ætla að koma upp eftirlitsstöðvum við sum landamæri landsins til að hafa hendur í hári karlmanna sem reyna að komast hjá því að verða kvaddir í herinn. Verða þeir þvingaðir til að fara í herinn og berjast í Úkraínu.

The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að Andrei Sergeev, innanríkisráðherra í rússneska lýðveldinu Norður Ossetia-Alania, hafi sagt að rússneskum ökutækjum, sem stefna til Georgíu, hafi fjölgað „mjög alvarlega“.  Guardian segir að hann hafi skrifað þetta á Telegram og að eftirlitsstöðvar verði settar upp í „náinni framtíð“ við landamærin að Georgíu.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að myndbönd á samfélagsmiðlum sýni rússneska herbíla á leið að landamærum Georgíu. Líklega sé verið að flytja hermenn þangað til að manna eftirlitsstöðvarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði