fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt sakamál á Akureyri – Ölvaður maður vaknaði blóðugur úr meðvitundarleysi og brast í söng, skammt frá fannst tjónaður fornbíll

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 15:30

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt sakamál var til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í september, en þar var karlmaður sýknaður af ákæru um nytjastuld.

Vaknaði og fór að syngja

Atvik máls voru þau að rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt 2. októbers 2020 hafi lögreglunni á Norðurlandi eystra borist tilkynning um fertugan karlmann með áverka á höfði eftir fall. Lögregla hélt á vettvang og fann þar manninn liggjandi á grasbala. Hann hafi verið með blóð á skyrtu og höfði. Vitnisburði lögreglumannsins sem kom í útkallið er lýst svo í dóminum:

„Þegar ýtt hafi verið við honum hafi hann fljótt tekið við sér, verið hinn hressasti og farið að syngja. Blóð hafi verið á skyrtukraga hans og sár aftanvert á hnakka. Blóðið hafi verið farið að storkna sem benti til þess að einhver tími hafði verið liðinn frá því að hann slasaði sig. Maðurinn hafi enga hugmynd haft um hvað hefði komið fyrir. Þrátt fyrir leit, meðal annars á gangstéttarköntum, hafi lögregla ekki fundið nein ummerki um hvar hann gæti hafa dottið. Maðurinn hafi verið mjög ölvaður en ólmur viljað fara heim. Hann hafi ekki getað opnað útidyr hjálparlaust og lögregla aðstoðaði hann við það.“ 

Töldu ljóst að útköllin tengdust

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglu tilkynning um að fornbíl hafi verið ekið á ljósastaur og svo hafnað úti í móa. Bifreiðin var tóm en fannst í henni blóð á tveimur stöðum. Annars vegar á hægri afturrúðu og hins vegar á poka sem í bílnum fannst.

Taldi lögregla ljóst að útköllin tvö tengdust. Og voru blóðsýni send til rannsóknar og voru niðurstöður þær að blóðið í bílnum var blóð úr syngjandi drukkna manninum sem fannst liggjandi á grasbalanum á túni ofan við stífluna hjá Skarðshlíð og Höfðahlíð á Akureyri.

Ákærði kvaðst hafa farið í göngur 1. október og um kvöldið farið í heimsókn til frænda síns og hafi vinur hans ekið honum þangað. Þeir hafi fengið sér í glas. Síðan muni hann ekki eftir því að hafa farið, ekki eftir að hafa hitt lögreglu og ekki eftir því að koma heim.

Nokkur vitni voru leidd fram í málinu. Meðal annars vitni sem heyrði fornbílnum ræst um klukkan 3:30 um nóttina og annars vegar vitni sem sagði ákærða hafa verið fleygt úr heimsókn hjá sér á bilinu kl. 3:45-3:50.

Taldi lögregla að annað hvort hefði maðurinn stolið bílnum sjálfur og ekið honum, en bílinn var ólæstur og ekki þarf lykil til að ræsa hann, eða þá að hann hafi verið farþegi í stolnum bíl og þar með átt hlutdeild í nytjastuldinum.

Dómari taldi ósannað að maðurinn hafi ekið bílnum

Dómari hins vegar leit til þess að enginn hafi náð að sanna hver ók bílnum þetta kvöld. Lífsýni hafi sýnt að maðurinn var í bílnum en ekki hefðu verið tekin sýni af stýri bílsins eða með öðrum hætti náð að sanna að maðurinn hafi setið við stýri. Ákærði bæri við minnisleysi en teldi líklegt að hann hefði fengið far með einhverjum.

Ekki hafi heldur verið greint nákvæmlega hvernig maðurinn var slasaður og hvort það samrýmdist því að hann hafi verið við stýri.

Eins var litið til þess að samkvæmt framburði vitna hefði bílnum verið stolið áður en ákærði fór úr gleðskapnum. Og því væri ósannað að hann hefði stolið bílnum og ekið honum. Svo væri einnig ósannað að ef hann hefði þegið far með raunverulega þjófnum að maðurinn hefði þá vitað að bíllinn væri stolinn.

Var því sömuleiðis vísað frá bótakröfu eiganda bílsins, en bíllinn varð töluvert tjónaður í árekstrinum við ljósastaurinn. Hafði eigandinn farið fram á tæpar 800 þúsund krónur í bætur, en hann hafði ekki þegar málið var flutt farið með hann á verkstæði því hann hefði ekki efni á því og óttast að viðgerðin yrði dýrari en kostnaðarmat gerði ráð fyrir. Hefði hann í staðinn fengið þrjá félaga til að aðstoða við viðgerðina. Bifreiðin sé nú nýsprautuð en að öðru leyti svipuð og fyrir atvikið. Eigandinn taldi bílinn vera á bilinu 4-5 miljón króna virði, en erfitt sé að meta virði fornbíla.

Þar með lauk hinu dularfulla máli um syngjandi ölvaða manninn og klessta fornbílinn.

Hér má lesa dóminn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki