fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Þjóðverjar skrúfa fyrir hitann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 19:00

Frá Hanover. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. september tóku nýjar reglur gildi í Þýskalandi til að spara orku. Meðal annars má hitinn ekki vera hærri en 19 gráður í opinberum byggingum öðrum en sjúkrahúsum og öðrum byggingum sem teljast til mikilvægra innviða. Einnig verður hætt að lýsa opinberar byggingar upp ef lýsingin er aðeins á fagurfræðilegum grunni og ónauðsynleg að öðru leyti.

Ekki er útilokað að verslunum verði bannað að lýsa sýningarglugga sína upp og framvegis verður ekkert heitt vatn í boði til að þvo hendur í opinberum byggingum. Þó verða sjúkrahús, leikskólar og skólar undanþegnir þessu að sögn Deutsche Welle.

Einnig er reiknað með að skrúfað verði fyrir heita vatnið í sturtum sundlauga.

Áður hafði verið gripið til svipaðra aðgerða í nokkrum borgum. Þeirra á meðal er Hannover en þar ákváðu borgaryfirvöld að aðeins megi kynda opinberar byggingar frá 1. október til 31. mars.

Ástæðan fyrir þessu er yfirvofandi orkukreppa á meginlandinu en hana má meðal annars rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og minna flæðis af gasi frá Rússlandi til Evrópu. Einnig eru Evrópuríkin að reyna að losa sig undan því að vera háð rússnesku gasi. Þessu til viðbótar hafa miklir þurrkar herjað á víða í álfunni sem hefur dregið úr framleiðslu vatnsaflsvirkjana.

Með orkusparnaðaraðgerðum sínum vonast þýsk yfirvöld til að hægt verði að draga úr gasnotkun um tvö prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Í gær

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans