fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Gagnrýnisraddir í Rússlandi ræða um að herða stríðsreksturinn í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 08:00

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki viljað ljá máls á að lýsa yfir stríði gegn Úkraínu og heldur sig fast við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Ef hann lýsir yfir stríði er hægt að virkja rússnesku stríðsmaskínuna að fullu og kalla menn til herþjónustu. En innan flokks hans vilja margir að stríði verði lýst yfir.

Ósigur Rússa í Kharkiv hefur orðið til þess að margir þekktir Rússar hafa látið skoðun sína á stríðinu í ljós. Á þriðjudaginn sagði Gennady Zyuganov, formaður kommúnistaflokksins,  að hætta eigi að tala um „sérstaka hernaðaraðgerð“ og lýsa yfir stríði. „Við höfum engan rétt á að tapa,“ sagði hann á þingfundi.

Kommúnistar eru áberandi í rússneskri þjóðmálaumræðu en eru ekki við völd. Það eru Pútín og félagar hans í Sameinuðu Rússlandi.

Mikhail Sheremet, þingmaður flokksins og meðlimur í öryggismálanefnd þingsins, sagði að ef ekki verði breytt um stefnu og stríði lýst yfir  þá muni upphafleg markmið ekki nást. Moscow Times skýrir frá þessu.

Dimitry Peskov, talsmaður Pútíns, vísaði  þessum kröfum á bug á þriðjudaginn og sagði þetta ekki vera til umræðu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hrakfarirnar í Kharkiv.

Þá er ekki víst að stríðsyfirlýsing og herkvaðning muni ganga vel fyrir sig. Hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að ef gripið verði til herkvaðningar í stórum stíl muni það mjög líklega verða varnarmálaráðuneytinu ofviða að þjálfa nýliðana og útvega þeim viðeigandi búnað. Þetta er sett fram í ljósi þess að Rússar eiga nú þegar í vandræðum við að þjálfa þann takmarkaða fjölda sjálfboðaliða sem ganga til liðs við herinn þessar vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“