fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 10:00

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma.

Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu.

Einnig fá þeir nætursjónauka, jarðsprengjur, sprengjueyðingarbúnað og skotfæri að þessu sinni.

Einnig verður fé veitt til þjálfunar hermanna.

Með því að senda Himars-flugskeyti til Úkraínu gefa Bandaríkin lítið í aðvaranir Rússa um einmitt þetta. Þeir hafa sagt að ef Bandaríkin sendi Úkraínumönnum langdræg flugskeyti fari þeir yfir strikið og verði hluti af stríðinu.

Bandaríkin hafa fram að þessu eytt um 15 milljörðum dollara í aðstoð við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“