fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskt olíufélag bað um að stríðsrekstrinum í Úkraínu yrði hætt – Framkvæmdastjóri þess „datt“ út um glugga í morgun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 08:16

Pútín og Ravil Maganov. Mynd:Nexta/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ravil Maganov, forstjóri rússneska olíufélagsins Lukoil, er látinn eftir að hafa „dottið“ út um glugga á sjúkrahúsi. Lík hans fannst fyrir neðan gluggann í morgun.

Lukoil er næst stærsta rússneska olíufélagið. Áður en Vesturlönd gripu til refsiaðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu var fyrirtækið næst stærsta olíufélagið á hlutabréfamörkuðum heimsins.

Fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu bað félagið, sem er í einkaeign, um að stríðsrekstrinum yrði hætt.

Ekki liggur fyrir af hverju eða hvernig Maganov „datt“ út um gluggann.

Þetta er einn eitt dauðsfall háttsetts aðila í rússnesku viðskiptalífi á síðustu mánuðum en þeir hafa margir hverjir látist við mjög svo dularfullar kringumstæður og telja sumir að útsendarar Vladímír Pútíns, forseta, hafi átt aðkomu að málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós