fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 07:58

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn var þetta sá sjúkdómur sem Bandaríkjamenn óttuðust einna mest. En 1979 var því lýst yfir að tekist hefði að útrýma honum eftir mikið bólusetningarátak. En nú hefur hann blossað upp á nýtt.

Þetta er lömunarveiki. Eitt tilfelli hefur nú verið staðfest í New York og þess utan hafa merki um sjúkdóminn fundist í skólpi í sjö hverfum borgarinnar. Af þessum sökum er óttast að sjúkdómurinn hafi nú þegar breiðst út í stórborginni.

New York Times hefur eftir Mary T. Bassett, yfirmanni heilbrigðismála í New York ríki, að hætta sé á að mörg hundruð manns hafi smitast. „Út frá þeirri vitneskju sem við höfum um fyrri faraldra lömunarveiki verðum við að átta okkur á að fyrir hvert staðfest smit geta mörg hundruð til viðbótar verið smitaðir,“ sagði hún. Þetta gæti því verið toppurinn á ísjakanum.

Lömunarveiki leggst oftast á börn og af þeim sökum er bólusetning gegn lömunarveiki skylda í Bandaríkjunum. En í sumum hverfum New York er lítið eftirlit með að börn séu bólusett að sögn New York Times og því eru ekki öll börn bólusett.

Bassett hvetur alla fullorðna, ekki síst barnshafandi konur, börn og ungmenni til að láta bólusetja sig ef þau eru ekki bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað