fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan stöðvaði bíl um miðja nótt – Málið vatt upp á sig og í gær féll tímamótadómur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 29. apríl stöðvuðu lögreglumenn á Sjálandi í Danmörku akstur ökumanns. Um hefðbundið eftirlit lögreglunnar var að ræða. En málið vatt heldur betur upp á sig og í gær féll dómur í því og er um tímamótadóm að ræða.

Akstur ökumanns var stöðvaður klukkan 02.06. Hann er 35 ára. Í farþegasætinu var 12 ára stúlka sem tilkynnt hafði verið að væri týnd. Af þeim sökum voru þau bæði færð á næstu lögreglustöð. Þar skýrði stúlkan frá sambandi þeirra og að þau hefðu stundað kynlíf með hennar samþykki. Í kjölfarið var maðurinn handtekinn.

Í gær komst undirréttur í Helsingør að þeirri niðurstöðu að um nauðgun hefði verið að ræða þegar þau stunduðu kynlíf og skipti þá engu að stúlkan hafði samþykkt það. Dómurinn var kveðinn upp á grunni laga sem tóku gildi 1. mars síðastliðinn en þau kveða á um að ef fullorðinn einstaklingur og barn yngra en 15 ára stundi kynlíf þá sé það nauðgun og skipti engu þótt barnið hafi samþykkt kynlífið.

Málið er fyrsta sinnar tegundar sem dæmt er í eftir að lögin tóku gildi.

Jótlandspósturinn segir að maðurinn hafi ekki sýnt nein svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp.

Hann komst í samband við stúlkuna í gegnum samfélagsmiðla. Þau höfðu tvisvar sinnum samfarir á heimili hans í Hørsholm þann 28. apríl með samþykki stúlkunnar.

En samkvæmt nýju lögunum þá getur barn, yngra en 15 ára, ekki gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með einstaklingi eldri en 22 ára. Af þeim sökum var maðurinn ákærður fyrir nauðgun.

Til stóð að kveða upp úr um refsingu mannsins í gær en því var frestað til 28. september þar sem niðurstaða geðrannsóknar liggur ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum