fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Fyrrum hershöfðingi hrósar Úkraínumönnum – Fullkominn hernaðartækni 21. aldarinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 05:48

Ónýt ússnesk ökutæki í stöflum í Bucha í. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri greiningu Mick Ryan, fyrrum hershöfðingja í ástralska hernum og núverandi meðlim hugveitunnar CSIS, sem helgar sig öryggismálum og stjónmálum, lýsir hann hvernig Úkraínmönnum hefur tekist að halda aftur af stórum her Rússa. Segir hann þá hafa sýnt mikla herkænsku og hafi fullkomið vald á hernaðartækni 21. aldarinnar.

Hann fer yfir þetta í langri færslu á Twitter og segir meðal annars: „Úkraínumenn hafa að mestu neitað að berjast eins og Rússar vilja. Þeir hafa þróað og beitt eigin hernaðartækni af miklum aga. Hvað geta aðrar þjóðir lært af úkraínska hernum? Í stuttu máli sagt: mikið.“

Hann segir að hægt sé að lýsa hernaðartaktík Úkraínumanna með einu orði: „Tæring.“ Þeim hafi tekist að tæra rússneska herinn líkamlega og andlega. Úkraínumenn hafi þróað þessa hernaðartækni. „Svona lítur stríð á 21. öldinni út,“ skrifar hann.

Hann segir að úkraínski herinn hafi meðal annars ráðist á Rússa þar sem þeir eru veikir fyrir en einnig notað krafta sína í að hægja á þeim og pirra rússnesku hermennina þannig að baráttuandi þeirra hefur minnkað.

Hann segir að Úkraínumönnum hafi tekist vel upp með markvissum árásum á veikustu hluta rússnesku stuðningskeðjunnar, það er fjarskipti, svæði fyrir aftan víglínuna, stórskotalið og herforingja.

Hann segist telja að þetta niðurbrot á móral rússnesku hermannanna hafi valdið því að dregið hefur úr aga innan hersins sem hefur gert að verkum að margir hermenn hafa gerst liðhlaupar, neitað að berjast og ítrekað framið stríðsglæpi.

Hann bendir einnig á að taktík Úkraínumanna sé ekki eingöngu bundin við vígvöllinn. Þeim hafi tekist að nýta sér samfélagsmiðla og skoðanamyndum fólks um allan heim sem hluta af taktík sinni.

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir leiðtogar, embættismenn og ekki síst her landsins birt myndir og færslur um það sem gerist í stríðinu og af mannfalli og tjóni rússneska hersins. Ryan segir að þessi aðferð hafi hert enn frekar á niðurbroti bardagamórals rússnesku hermannanna og ekki síst tryggt Úkraínu aðstoð frá ESB og NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun