fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að sprengjutilræðið í Moskvu sé þungt högg fyrir Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 06:50

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið þá lést Darya Dugina, 29 ára dóttir Alexander Dugin, í sprengjutilræði í Moskvu á laugardagskvöldið. Sprengju hafði verið komið fyrir undir bíl sem hún ók en talið er að hún hafi verið ætluð föður hennar. Faðir hennar er talinn einn helsti hugmyndasmiðurinn á bak við innrás Rússa í Úkraínu en hann er öfgasinnaður þjóðernissinni og í góðu sambandi við Vladímír Pútín, forseta.

Dayra var þekkt fréttakona og einörð stuðningskona innrásarinnar. Morðið á henni og sprengjutilræðið eru mikið áfall fyrir rússneska ráðamenn vegna tengsla föður hennar við Pútín sem og að tilræðið átti sér stað í hjarta Rússlands, Moskvu.

Sprengjutilræðið í Moskvu – Segir að það geri ráðamenn taugaóstyrka

Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að margt bendi til að Úkraínumenn hafi staðið á bak við sprengjutilræðið.  „Það er auðvitað enn ákveðin óvissa en það liggur beint við að böndin berist að Úkraínu. Dugin er þyrnir í augum Úkraínumanna og dóttir hans einnig,“ sagði hann.

Hann sagði að tilræðið væri því hugsanlega „mjög stórbrotið“.  Ef Úkraínumönnum hafi tekist að gera árás af þessu tagi, árás sem pólitískar ástæður liggja að baki, svo nærri Moskvu þá sé það þungt högg fyrir Pútín.

Aðspurður um af hverju hann telji að Úkraínumenn hafi staðið á bak við tilræðið, sérstaklega í ljósi þess að reglulega er fólk myrt á dularfullan hátt í Rússlandi  sagði hann að þetta sprengjutilræði og morð væri öðruvísi. Tilræði hafi áður verið framin í Rússlandi þá hafi fórnarlömbin venjulega verið fólk sem Pútín er í nöp við og ætla má að hafa verið tekið af lífi. Þetta morð sé öðruvísi. Þess utan geti morðið orðið til þess að kynda undir andstöðu við stríðið í Rússlandi, sem sé Úkraínumönnum í hag.

„Þetta var skynsamlega framkvæmt. Þetta er allt annað en sprengja í neðanjarðarlest, til dæmis. Þetta hæfir Pútín. Ekki rússneskan almenning. Þetta veldur ekki ótta meðal almennra Rússa um öryggi þeirra en getur myndað grunn að því að Rússar fara að efast um að yfirvöld hafi stjórn á því sem þau eru að gera þegar þeir sjá að sprengjutilræði sem þetta á sér stað,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður um hvað það þýði í hans huga ef Úkraínumenn stóðu á bak við sprengjutilræðið og hafi myrt þekkta manneskju svona nærri höfuðborginni sagði hann að það beri þá vitni um mikið hugrekki Úkraínumanna. Þeim hafi þá tekist að flytja stríðið inn í hjarta Rússlands og inn í hið daglega líf Rússa: „Alveg þangað þar sem það snertir Rússland og Pútín illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast