fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Segir að Rússar séu að missa móðinn – Verða að gera hlé á hernaðaraðgerðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 06:03

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega mun rússneski herinn gera einhverskonar hlé á hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu á næstu vikum. Ástæðan er að Rússar eiga í sífellt meiri erfiðleikum við að útvega hermenn til að berjast í stríðinu.

Þetta er mat Richard Moore, yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6. „Ég held að þeir séu að missa móðinn,“ sagði hann á Aspen Security Forum sem fer fram í Colorado í Bandaríkjunum.

Hann sagði einnig að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og er þar með samstíga William Burns, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, um hversu marga hermenn Rússar hafa misst.

Moore sagðist telja að rússneski herinn muni í vaxandi mæli eiga erfitt með að verða sér úti um nægilega marga hermenn og búnað fyrir herinn á næstu vikum. „Þeir munu neyðast til að gera einhverskonar hlé og það veitir Úkraínumönnum tækifæri til að ráðast á þá,“ sagði hann og lagði áherslu á að Úkraínumenn hafi þörf fyrir að sýna að þeir geti unnið stríðið.

Moore sagði einnig að áhrifa stríðsins gæti nú mest í fátækum dreifbýlishéruðum Rússlands og að enn sé ekki byrjað að sækja nýja hermenn í raðir millistéttanna í St Pétursborg eða Moskvu. „Þetta eru fátæk börn úr rússneska dreifbýlinu. Þau eru frá verkamannabæjum í Síberíu. Þau eru úr ótilhlýðilegum þjóðernishópum. Þau eru fallbyssufóður Pútíns,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“