fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Segir að Rússar muni skrúfa frá gasinu til ESB á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 07:59

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum lokaði Gazprom, rússneska ríkisgasfyrirtækið, fyrir gasstreymi um Nord Stream 1 leiðsluna til ESB. Ástæðan er sögð vera viðhald á leiðslunni og á viðhaldsvinnunni að ljúka 21. júlí. Á gasið þá að fara að streyma um Nord Stream á nýjan leik en ESB efast um að það verði raunin.

Reuters fréttastofan segir að Rússar muni skrúfa frá gasinu á nýjan leik en flæðið verði skert frá því sem áður var.

Nord Stream 1 leiðslan kemur í land í norðurhluta Þýskalands og er mjög mikilvæg fyrir flæði rússnesks gass til Þýskalands og fleiri ríkja. Leiðslan er alltaf lokuð um tíma á sumrin vegna viðhaldsvinnu. Samkvæmt samningi Rússa og Þjóðverja þá á viðhaldsvinnunni að ljúka á morgun og þá á gasið að fara að streyma um leiðsluna á nýjan leik.

Miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um hvað Rússar muni gera og hafa margir veðjað á að þeir muni ekki skrúfa frá gasinu á nýjan leik.

Reuters hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Rússar muni skrúfa frá gasstreyminu á morgun en þó verði flæðið aðeins um 40% af því sem það er venjulega.

En evrópskir stjórnmálamenn eru ekki bjartsýnir og undirbúa sig undir að grípa til neyðaráætlana til að mæta gasskorti. Johannes Hahn, sem fer með fjármál og stjórnsýslumál hjá Framkvæmdastjórn ESB, sagði í samtali við Bloomberg að ekki sé reiknað með að Rússar skrúfi aftur frá gasinu og unnið sé út frá því að Nord Stream 1 verði ekki tekin í notkun á nýjan leik.

Það er ekki mikil þörf fyrir gas þessa dagana til að kynda hús því miklir hitar herja á stóran hluta meginlands Evrópu. En þýskur iðnaður er mjög háður rússnesku gasi og gas er einnig notað til raforkuframleiðslu en mikil þörf er á rafmagni þessa dagana til að hægt sé að nota loftkælingar í hitasvækjunni.

Ef Rússar loka fyrir gasið getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópu, ekki síst í haust þegar fólk þarf að byrja að kynda heimili sín. Spár gera ráð fyrir að verg þjóðarframleiðsla ESB dragist saman um 1,5 til 2,5% ef Rússar loka fyrir gasið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“