fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Pútín missti tvo hershöfðingja á einum degi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 07:55

Roman Kutuzov, t.v. og Roman Berdnikov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur óháðra blaðamanna segir að tveir rússneskir herforingjar hafi fallið í árás Úkraínumanna. Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að Roman Kutuzov, hershöfðingi, hafi fallið. Blaðamennirnir segja að Roman Berdnikov, hershöfðingi, hafi einnig fallið.

Daily Mail segir að því hafi verið haldið fram að rússnesk yfirvöld hafi skýrt frá falli Kutuzov til að reyna að fela fall Berdnikov sem er mun frægari og mikilvægari hershöfðingi.

Hershöfðingjarnir eru sagðir hafa fallið í fyrirsát Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Ef rétt reynist þá felldu Úkraínumenn tvo æðstu yfirmenn rússneska hersins í Donbas í sömu árásinni. Það verður að teljast mikil ósigur og niðurlæging fyrir Vladímír Pútín forseta.

Berdnikov var yfirmaður rússneska hersins í Sýrlandi þar til fyrir mánuði síðan. Þá var hann sendur til Úkraínu til að stýra hernaði Rússa í Donbas.

Ef rétt er að hann hafi verið felldur þá hafa Úkraínumenn fellt 12 rússneska hershöfðinga, hið minnsta, í stríðinu.

Óháðu blaðamennirnir skýrðu frá þessu á Volya rásinni á Telegram en óháðir blaðamenn, beggja megin víglínunnar, starfa hjá þessari rás.

Þeir segja að að morgni 5. júní hafi Berdnikov, sem stýrði rússneska hernum í Donetsk, hafi yfirgefið höfuðstöðvarnar og lagt af stað í vinnuferð. Kutuzov er sagður hafa verið með í för en hann var næstráðandi Berdnikov. Á leiðinni, líklegast þegar bílalest þeirra var á leið yfir brú, hafi úkraínskir hermenn ráðist á hana. Þeir eyðilögðu eða skemmdu ökutæki rússana. Einhverjum rússneskum hermönnum tókst að flýja og skiptust síðan á skotum við Úkraínumennina. Berdnikov er sagður hafa fallið í þessum átökum ásamt Kutuzov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns