fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Handtekinn ölvaður á vespu með 5 ára farþega

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. júní 2022 08:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá kl.17.00 í gær til 05.00 voru 115 mál skráð í dagbók lögreglu og alls voru fjórir einstaklingar vistaðir í fangageymslum. Þá var nokkuð um tilkynningar vegna hávaða enda víða verið að fagna námsáföngum. Alls voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni.

Um kvöldmatarleytið var reiðhjólaslys í miðbænum þegar maður datt af reiðhjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Hann var ekki með hjálm og kvartaði undan miklum höfuðkvölum og sjóntruflunum. Var hann fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.

Um kl.21 voru afskipti höfð af 55 ára gömlum ökumanni vespu í miðbænum sem hafði ekið um með 5 ára barn sem farþega. Móðir barnsins hafði ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað.  Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann laus að lokinni sýnatöku.

Rétt fyrir miðnætti var maður  í annarlegu ástandi handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis, hverfi 108.  Maðurinn var á nærbuxum og sokkum einum klæða.  Maðurinn er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól ofl.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Þá er lögreglan farin að taka hart á notkun nagladekkja og voru nokkur slík tilvik skráð í dagbók lögreglu. Einn aðili var stöðvaður á aðeins þremur nagladekkjum í Hafnarfirði.

Þá voru því miður fjölmörg tilvik þar sem ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar