fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 16:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. maí síðastliðinn var maður sýknaður af ákæru um nauðgun vegna atviks sem átti sér stað árið 2009. Náin vinkona hans fór heim með manninum eftir gleðskap og sagist hafa vaknað við að hann var að hafa samfarir við hana.

Daginn eftir áttu maðurinn og konan í samskiptum á Messenger þar sem hann baðst afsökunar en hún svaraði með hörðum ásökunum. Dómara í Héraðsdómi þótti ekki sannað með óyggjandi hætti að textaspjallið vísaði til nauðgunar. Maðurinn sagðist hafa beðið afsökunar á því að hafa átt þátt í framhjáhaldi en á þessum tíma var konan í sambúð með öðrum manni. Textaskilaboðin voru eftirfarandi, maðurinn skrifaði:

„að þú viljir ekki tala við mig aftur og ekki neitt.t…skil þig fullkomlega..og ég er enn ekkert buinn aðheyra í […]…bíð enn eftir því, mátt alveg endilega segja honum að hringj aí mig…en allavega skrýtið að alltíeinu þekki ég þig ekki…samt sko minnir mig allt sem gerist í kringum mig á þig… hélt að ég væri með fráhvarfseinkenni og söknuð þegar að […] minnkaði að tala við mig…vá hvað þá þetta…er mjög hræddur um að við séum miklu betri vinir en við heldum…þú þarft ekki en ef þú vilt heyra í mer, geturu sent skilaboð hér…sakna þín A mín og ég get aldrei byrjað að ýminda mer hvernig ég get beðist fyrirgefningar.“

Konan skrifaði hins vegar eftirfarandi:

„Alla tíð hef ég staðið við bakið á þér X og tekið við skítnum sem að aðrir hafa að segja um þig. Ég hef ALLTAF og þá er ég að tala um ALLTAF tekið upp hanskann fyrir þig í sambandi við allt kjaftæðið sem hefur verið sagt um þig. Ég áleit þig sem minn besta vin og aldrei hefði mig órað fyrir því að þú gætir gert manneskju svona hlut. Eina sem að mig langar að segja við þig er að ég vill aldrei tala við þig aftur fockings hálfvitinn þinn. Þú ert gjörsamlega búin að fara yfir öll þau strik sem er mögulega ægt að fara yfir, ég hef akkurat ekkert álit á þér og hvað vináttu okkur varðar er hún búin. hættu síðan að biðja mig um að skila því til […] að hann eigi að hringja í þig, ef að þú villt tala við hann drullastu þá bara til þess að hringja í hann sjálfur! ég vill líka taka fram að […] er ekki eini maðurinn sem að veit af þessu, […] og […] vita þetta líka og ég get fullvissað þig um það að þeir eru ekki sáttir. Ég trúi því ekki einu sinni að þú dirfist að halda það að við verðum vinir aftur, ertu virkilega það siðblindur?“

Skýringar á því hvað konan kærði seint metnar trúverðugar

Ein af ástæðunum fyrir því að maðurinn var sýknaður í héraðsdómi var sú að málið væri mjög seint fram komið. Þar sem atvikið hefði átt sér stað fyrir meira en áratug væri ekki hægt að ætlast til að ákærði og brotaþoli muni öll meint atvik í málinu. Framburður þeirra fyrir dómi var metinn jafntrúverðugur. Konan hélt því fram að maðurinn hefði nauðgað sér en maðurinn staðhæfði að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja og það sem þarna gerðist hefði verið framhjáhald.

Þær ástæður sem konan gaf upp fyrir því að kæra meint brot ekki fyrr voru hins vegar einnig metnar trúverðugar. Hún tiltekur að umræða um kynferðisbrot hafi ekki verið jafn opinská og nú tíðkast. Ennfremur hafi staða föður hennar, sem var háttsettur í lögreglunni, gert henni erfitt fyrir en mikið hafi mætt á föður hennar vegna annarra mála í fjölskyldunni. Einnig hefði hún skammast sín eftir atvikið og álasað sjálfri sér fyrir hvað gerðist.

Málið lá hins vegar mjög þungt á konunni alla tíð frá því atvikið átti sér stað og það hefur truflað hana stöðugt í gegnum árin. Áfallið kom eftir á og olli henni mikilli vanlíðan. Hún hafi tekið inn kvíðalyf samkvæmt læknisráði og reynt að bera sig vel.

Konan sagði sambýlismanni sínum og vinum frá atvikinu strax daginn eftir og sakaði manninn um nauðgun. Vitni báru fyrir dómi að hafa fengið vitneskju um atvikið í kjölfar þess. Konan leitaði hins vegar ekki til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota né til lögreglu og því liggja ekki fyrir gögn frá lögreglu eða heilbrigðisstarfsmönnum um atvikið eins og jafnan er í málum af þessu tagi. Er þetta ein af ástæðunum fyrir því að maðurinn var sýknaður.

Sakaður um nauðgun í brúðkaupi

Ein af ástæðunum fyrir því að konan kærði hið meinta brot var sú að aðrir meintir þolendur mannsins hafa stigið fram. Hinn ákærði, sem er tónlistarmaður, er meðal annars sakaður um að hafa brotið gegn konu í brúðkaupi. Var það mál kært til lögreglu en var fellt niður eftir rannsókn lögreglu. Alls hafa fjórar konur kært manninn fyrir nauðgun en hin þrjú málin hafa verið felld niður.

Hinn ákærði sagði hins vegar að kæra konunnar í þessu máli væri sett fram í annarlegum tilgangi, til stuðnings annarri kæru á hendur honum frá annari konu vegna meints brots af sama toga. Ekki liggur fyrir hvort það sé átt við atvikið í brúðkaupinu eða annað meint brot hins ákærða.

Ákæruvaldið krafðist þess að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Héraðsdómur sýknaði hann af þessum kröfum en allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

DV hefur ekki vitneskju um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug