fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 08:00

Agnes Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að mat frekar en óhagganlegar reglur ráði för hvað varðar fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda og flóttafólks frá landinu. Hún gagnrýnir áform stjórnvalda og segir að þær fordæmalausu brottvísanir, sem eru fram undan, stríði gegn kristnum gildum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Við viljum fara eftir lögum og reglum en við viljum að reglur séu túlkaðar á mannúðlegan hátt en ekki eins strangt og hægt er,“ er haft eftir Agnesi sem sagði afleitt að til standi að vísa fólki úr landi sem hafi komið sér fyrir hér og skotið rótum. „Það virðist matskennt hvort fólki sé vísað úr landi eða ekki,“ sagði hún.

Hún sagðist telja að langflestir prestar landsins harmi brottvísanirnar og bendir á að við séum kristnar manneskjur og okkur beri að aðstoða fólk á flótta.

Á laugardaginn verður fyrirhuguðum brottvísunum mótmælt á Austurvelli og munu hælisleitendurnir sjálfir hafa orðið en fyrirhugað er að vísa um 300 hælisleitendum úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“