fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum yfirskipstjóri Herjólfs dæmdur í 30 daga fangelsi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2022 12:03

mynd/Herjolfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum yfirskipstjóri Herjólfs var í síðustu viku dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Var honum gefið að sök að hafa siglt farþegaskipinu sautján sinnum frá Vestmanneyjum og til Landeyjarhafnar eða Þorlákshafnar með útrunnin skipstjórnarréttindi. Réttindi skipstjórans runnu út þann 20. desember 2021 en ferðirnar, sem ákært var fyrir, áttu sér stað á tímabilinu 24. desember 2021 til og með 2. janúar 2022.

Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Þá skráði hann í einu tilfelli yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra.

Þegar málið komst upp var yfirskipstjórinn  áminntur í starfi og lækkaður í tign og gerður að almennum skipstjóra Herjólfs. Hann var síðan sendur í leyfi en í síðasta mánuði var samið um starfslok við hann.

Fyrir dómi játaði maðurinn sök sína greiðlega og sagðist iðrast gjörða sinna mjög en að endingu kostaði athæfið hann starfið hjá Herjólfi ohf. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda 30 daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður.

Mikil ólga hefur verið vegna málsins en nokkrir starfsmenn Herjólfs ohf, sögðu upp störfum í kjölfar þess að málið kom upp og hvernig á því var tekið eins og bæjarmiðillinn Tígull greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi