fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Rússneskur ofursti gagnrýndi Pútín á ríkissjónvarpsstöð – „Er ekki rétt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 05:18

Mikhail Khodarenok í þættinum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir hugsanlega í ósigur Rússa í stríðinu í Úkraínu. Þetta voru skilaboðin frá Mikhail Khodarenok, fyrrum ofursta í rússneska hernum, í einum vinsælasta spjallþætti landsins á mánudaginn.

Orð hans hafa að vonum vakið mikla athygli enda fer lítið fyrir gagnrýni á stríðsreksturinn í Rússlandi vegna harðrar löggjafar um hvað má og má ekki segja um stríðið. Auk þess heldur áróðursmaskína Pútíns áfram að malla og dæla út áróðri til Rússa.

Khodarenok sagði að pólitískir leiðtogar landsins og æðstu yfirmenn hersins segi ekki sannleikann um „sérstöku hernaðaraðgerðina“ í Úkraínu en það kalla rússnesk yfirvöld innrásina.

„Fyrst vil ég segja að þið ættuð ekki að taka þetta róandi upplýsingameðal. Stundum heyrið þið að úkraínsku hermennirnir séu að brotna saman, bæði móralskt og andlega. Að það sé allt að því krísa hjá þeim. En til að segja þetta á mildan hátt, þá er þetta ekki rétt,“ sagði hann.

En hann lét ekki staðar numið þarna og skaut beint á Pútín og sagði: „Stærsta vandamál hersins og hinnar pólitísku stöðu er að við erum algjörlega einangruð úr frá landstjórnmálalegu sjónarhorni og allur heimurinn er á móti okkur þótt við viljum ekki játa það.“

Khodarenok er ekki bara einhver maður út í bæ því hann er fyrrum ofursti eins og áður sagði og átti sæti í rússneska herráðinu.

Hann sagði Olaga Skabejeva, þáttastjórnanda, að „staðan verði greinilega verri fyrir Rússland“ og var ekki annað að sjá en hún væri mjög hissa á orðum hans.

Steve Rosenberg, sem sér um fréttaflutning af málefnum Rússlands hjá BBC, tjáði sig um þetta á Twitter og sagði: „Óvenjulega orðaskipti í besta spjallþætti rússnesks ríkissjónvarps um Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir