fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Pútín tók fram fyrir hendur hershöfðingja og skipaði umkringdum hersveitum að berjast til hinsta manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 06:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður hafa tekið fram fyrir hendurnar á hershöfðingjum sínum og fyrirskipað umkringdum rússneskum hersveitum að halda kyrru fyrir og berjast til hinsta manns í Úkraínu.

Wall Street Journal skýrir frá þessu og segir að Pútín sé sagður haldinn ranghugmyndum um gang stríðsins og hafi svo miklar áhyggjur af valdaröðinni innan hersins og stjórnkerfisins að hann blandi sér reglulega í málin og gefi fyrirmæli um hernaðaraðgerðir. Þetta geri hann þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt herþjónustu.

Í umfjöllun Wall Street Journal um málið kemur fram að þegar illa búnir rússneskir hermenn voru umkringdir af úkraínskum hermönnum í Lyman í september hafi hershöfðingjar fyrirskipað þeim að hörfa til að bjarga mannslífum og hergögnum. En æðsti yfirmaður hersveitarinnar á vígvellinum fékk síðan hringingu frá Kreml þar sem honum var skipað að halda kyrru fyrir. Nokkrum dögum síðar, þegar tugir hermanna til viðbótar höfðu fallið, áttu hermennirnir engan annan kost en að hörfa. Í kjölfarið náðu Úkraínumenn miklu magni hergagna á sitt vald en þau neyddust Rússar til að skilja eftir þegar þeir hörfuðu.

Heimildarmenn í Kreml segja að þessi atburður sé dæmi um ruglingslega taktík hersins undir stjórn Pútíns. Þetta hafi valdið því að stríðið hafi nú staðið yfir í 10 mánuði en það átti aðeins að taka nokkra daga. Auk þess hafi tugir þúsunda hermanna fallið.

Pútín er sagður taka daginn snemma því hann fái skriflega stöðuskýrslu um gang stríðsins klukkan 7. Segja heimildarmennirnir að upplýsingarnar í stöðuskýrslunni séu sérvaldar með það að markmiði að fegra stöðuna og sneiða hjá þeim hryllingi sem á sér stað á vígvellinum.

Pútín notar ekki lengur Internetið því hann óttast að Vesturlönd geti njósnað um hann ef hann geri það. Hann er því algjörlega háður skýrslum frá sérvöldum ráðgjöfum sínum sem eru hræddir við að segja honum sannleikann.

Sumar af þeim fréttum, sem hann fær frá vígvellinum, berast honum ekki fyrr en eftir nokkra daga og skipta þá oft ekki neinu máli lengur.

Ráðgjafar hans draga oft fram árangur Rússa á vígvellinum og gera lítið úr miklum fjölda mistaka þeirra og hrakförum. Með þessu fylla þeir Pútín sjálfstrausti og af þeim sökum trúir hann að Rússar geti sigrað í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“