fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Kremlverjar staðnir að lygi – Varð að hraða sér í fremstu víglínu í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 06:00

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ráðamenn í Kreml hafi verið staðnir að vandræðalegri lygi fyrir jól. Þann 18. desember tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefði heimsótt rússneska hermenn í fremstu víglínu í Úkraínu.

En þetta var ekki rétt að því er segir í umfjöllun bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War sem fylgist náið með gangi stríðsins.

Segir hugveitan að Shoigu hafi verið á rússneskum yfirráðasvæðum á milli Krím og Kherson þegar hann átti að hafa verið í fremstu víglínu.

Þegar þetta komst upp rigndi gagnrýni yfir Shoigu á samfélagsmiðlum og sögðu margir þetta vera dæmi um að hann sé ekki stríðsleiðtogi sem tekur þátt í stríðinu.

Það bætti svo enn meira í gagnrýnina í garð Shoigu þegar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, heimsótti úkraínska hermenn í bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu en þar hafa grimmdarlegir bardagar staðið yfir vikum saman.

Allt þetta varð til þess að Shoigu var sendur af stað á nýjan leik þann 22. desember og að þessu sinni fór hann til hermanna í fremstu víglínu. Að vísu var frásögn rússneska varnarmálaráðuneytisins þá að þetta hafi verið í annað sinn á viku sem hann heimsótti fremstu víglínu.

Institute for the Study of War segir þetta sýna að Rússar verði stöðugt að bregðast við gagnrýni í stað þess að geta tekið frumkvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“