fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Rússar hafa breytt um taktík í orustunni um Bakhmut

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 07:00

Úkraínumenn og Rússar berjast enn nærri Bakhmut. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk yfirvöld eru í kapphlaupi við tímann við að flytja íbúa frá bænum Bakhmut því Rússar eru við það að brjótast í gegnum varnarlínur úkraínska hersins. Orustunni um Bakhmut hefur verið lýst sem einni þeirri mannskæðustu í stríðinu en hernaðurinn þar minnir einna helst á orustur í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem skotgrafahernaður var ráðandi.

Ekki er vitað hvert mannfallið er hjá stríðsaðilum er en að mati sérfræðinga er það mjög mikið.

Rússar virðast hafa sett sér það markmið að ná bænum á sitt vald, sama hvað það kostar. Hefur það vakið nokkra undrun meðal sérfræðinga sem benda á að bærinn hafi sáralítið vægi hernaðarlega séð.

Með því að sækja svo hart að bænum neyða Rússar Úkraínumenn til að binda ákveðinn fjölda hermanna þar til að verja bæinn en með því er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að þeir sæki fram annars staðar.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að Rússar séu með stóran hluta af innrásarher sínum nærri bænum og að nú séu þeir komnir svo langt í hernaði sínum að nú sé barist hús úr húsi. Þetta sé ný taktík hjá þeim.

Wagner-hópurinn tekur virkan þátt í bardögunum með rússneska hernum og notar fanga, sem hafa fengið sakaruppgjöf gegn því að berjast í Úkraínu, í fremstu víglínu.

Reuters hefur eftir úkraínskum hermanni að Rússar hafi breytt um taktík. Nú sæki þeir fram í litlum hópum, aðallega á nóttunni. Þeir séu svartklæddir svo það sé erfitt að koma auga á þá. Einnig láti þeir stórskotalið oft berja á úkraínsku hermönnunum.

Bærinn sjálfur hefur að sögn verið nær jafnaður við jörðu en þar eru enn nokkur þúsund almennir borgarar en um 70.000 manns bjuggu í bænum fyrir stríð. Fólk heldur til í kjöllurum og loftvarnarbyrgjum. Mikill skortur er á vatni og mat. Mjög kalt er á svæðinu og er hiti í húsum aðeins 3 til 5 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands