fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Loftvarnarflautur þeyttar í Kyiv – Níu drónar skotnir niður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 06:03

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lofvarnarflautur voru þeyttar i Kyiv nú í morgunsárið og sprengingar heyrðust í borginni. Níu drónar voru skotnir niður yfir henni að sögn yfirstjórnar hersins í borginni.

Reuters hefur eftir sjónarvottum að margar háværar sprengingar hafi heyrst í borginni og nærri henni snemma í morgun.

Yfirstjórn hersins í borginni skrifaði á Telegram að Rússar hafi gert árásir á hana með Shahed-skotfærum og á þar við Shahed-136 dróna sem eru framleiddir í Íran. Þetta eru svokallaðir sjálfsmorðsdrónar.

Í nótt sagði héraðsstjórinn í Kyiv að væru að gera árásir á skotmörk í héraðinu.

Loftvarnarflautur vour þeyttar í borginni öðru hvoru í alla nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt