fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn sagðir hafa skemmt mikilvæga brú – Gerir birgðaflutninga Rússa erfiða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 07:02

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem Úkraínumenn hafi skemmt mjög mikilvæga brú nærri borginni Melitopol í suðurhluta Úkraínu. Brúin er yfir ána Molochna, á milli Melitopol og þopsins Kostyantynivka. Sprengjuárás var gerð á hana í fyrrinótt og er hún hrunin að hluta.

The Guardian segir að á myndbandi, sem var birt á Internetinu, sjáist að tveir brúarstólpar hafi skemmst og hluti af brúargólfinu hafi hrunið. Af þessum sökum sé brúin ónothæf fyrir þunga umferð herbíla.

Tveimur dögum fyrir þessa árás gerðu Úkraínumenn árás á rússneskar herbúðir í Melitopol. Notuðu þeir HIMARS-flugskeyti við þá árás. Talið er að fjöldi málaliða úr Wagnerhópnum svokallaða hafi fallið í árásinni en talið er að herbúðirnar hafi verið höfuðstöðvar þeirra í borginni.

Úkraínumenn eru greinilega að auka árásir sínar á Rússa í og við Melitopol og virðist sem svipað mynstur sé uppi þar og var áður en þeir náðu Kherson úr höndum Rússa. Þar réðust þeir á rússneskar hersveitir og birgðalínur þeirra.

Úkraínskar hersveitir láta nú að sér kveða austan við ána Dnipro. Svo virðist sem það sé eitt af helstu markmiðum Úkraínumanna að ná Melitopol úr höndum Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“