fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sérð þú eitthvað athugavert við þessa nýju mynd af Pútín? – „Það er eitthvað mikið að.“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 06:59

Sérð þú eitthvað athugavert við þessa mynd: Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa margar ljósmyndir af Vladímír Pútín, forseta, vakið athygli utan Rússlands og hafa margir þóst getað lesið eitt og annað úr þeim. Nú er það sama uppi á teningnum vegna ljósmyndar frá 8. desember.

Þá heiðraði Pútín 12 rússneska hermenn, sem hann sagði vera „rússneskar hetjur“, með heiðursmerkinu „Rússnesk hetja“ en það er eitt æðsta heiðursmerkið sem rússneskir hermenn geta hlotið.

Ljósmynd var að sjálfsögðu tekin af Pútín og hermönnunum við þetta tækifæri en myndin hefur svo sannarlega fangað athygli marga á Internetinu.

Pernille Slot, sem er sérfræðingur í líkamstjáningu, sagði í samtali við B.T. að eitt og annað við myndina veki athygli. Til dæmis hvað salurinn, sem mennirnir eru í, sé stór og glansandi. Það sé eitthvað sögulegt, hátíðlegt og heilagt yfir honum. Þetta líkist horfnum tíma, eitthvað sem sem tilheyri fortíðinni.

En hún tók einnig eftir atriði sem margir hafa bent á. Það er hæð mannanna á myndinni. Samkvæmt opinberum upplýsingum þá er Pútín 170 cm en samt sem áður eru flestir hermennirnir lægri en hann, ekki síst þeir sem standa nálægt honum.

Slot sagði að Pútín vilji láta líta út fyrir að hann sé valdamikill, ríkur. Þess vegna „blási“ hann sig upp til að virðast stærri.

Hún sagðist oft hafa tekið eftir því að Pútín vilji láta líta út fyrir að hann sé hærri en raun ber vitni og að hann geri margt til að láta líta út fyrir að hann sé hærri en hann er. Það sé ekki eðlilegt. Hann glími greinilega við vandamál hvað þetta varðar.

„Það er næstum eins og hann vilji vera Instagram-fullkominn. Einnig með glæsilegan bakgrunn. En þetta virkar meira sem hróp á hjálp. Hann líkist manni sem líður illa andlega,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að líkamsstaða hans bendi til að hann sé spenntur, undir miklu álagi: „Þegar ég sé þessa mynd, hugsa ég með mér: „Ó, mamma hans hefði átt að faðma hann aðeins oftar, faðir hans hefði átt að hrósa járnbrautarteinunum hans aðeins meira. „Því það er eitthvað mikið að.“

Margir netverjar hafa einnig bent á að enginn skuggi falli af Pútín á myndinni þrátt fyrir að skuggi falli af hinum mönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“