fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Rússnesk nýnasistasamtök óska eftir upplýsingum um NATO-ríki – Óttast að þau ráðist á Eystrasaltsríkin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 06:01

Bandarískir fallhlífahermenn við komuna til Litháen fyrr á árinu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistahreyfing, sem hefur tengsl við ráðamenn í Kreml, hefur beðið félaga sína um upplýsingar um gæslu og annað á landamærum Rússlands við Eystrasaltsríkin þrjú. Þetta hefur vakið áhyggjur um hvort rússneskir öfgahægrisamtök séu að undirbúa árás á NATO-ríki.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að á hinni opinberu Telegramrás „Task Force Rusich“ hafi félagar verið beðnir um nákvæmar upplýsingar um landamærastöðvar og ferðir hermanna í Eystrasaltsríkjunum þremur en þau voru áður hluti af Sovétríkjunum. „Task Force Rusich“ samtökin hafa verið tengd við Wagnermálaliðahópinn og berjast liðsmenn þeirra nú í Úkraínu.

Nýnasistar láta víða að sér kveða, líka í Rússlandi. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

The Guardian segir að þessar fréttir af áhuga samtakanna á Eystrasaltsríkjunum hafi vakið upp spurningar um hver fari með yfirstjórn samtakanna. Þau eru nátengd Wagnerhópnum, sem er málaliðafyrirtæki sem náinn bandamaður Vladímír Pútíns, forseta, á og stýrir.

Heimildarmenn sögðu að þessi mjög svo sérstaka beiðni Rusich geti bent til þess að samtökin séu ósátt við ráðamenn í Kreml og gang stríðsins í Úkraínu. Ekki sé hægt að útiloka að Kreml missi stjórn á öfgahægrisamtökum sem geti gripið til öfgafullra aðferða til að kynda enn frekar undir stríðinu í Úkraínu. Þar gæti árás á NATO-ríki verið talin til þess fallin að kynda enn frekar undir átökunum.

Heimildarmennirnir sögðu ólíklegt að Kreml tengist þessu beint því leyniþjónustustofnanir hafi nú þegar örugglega upplýsingar um ferðir og staðsetningu landamæravarða og hermanna í Eystrasaltsríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki