fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Hæstiréttur neitaði nauðgara og innbrotsþjófi um áfrýjun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 14:30

Hæstiréttur hrunmál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni dæmds nauðgara um áfrýjun til dómstólsins. Maðurinn var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á 2 milljónir króna fyrir að hafa brotist inn í hús og nauðgað konu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili konunnar og klætt hana úr nærbuxunum á meðan hún lá sofandi í sófa. Þá hafi hann káfað á og sleikt kynfæri hennar en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.

Í Landsrétti tókst ákæruvaldinu ekki að sanna að maðurinn hefði klætt konuna úr nærbuxunum né káfað á kynfærum hennar. Hins vegar var framburður konunnar um að hún hefði vaknað upp við að maðurinn var að sleikja á henni kynfærin metin trúverðugur auk þess sem verknaðurinn átti sér stoð í SMS-um og öðrum gögnum. Var maðurinn því sakfelldur fyrir húsbrot og nauðgun.

Lögmaður hins dæmda reyndi að færa rök fyrir því að Hæstiréttur ætti að taka málið fyrir því að mikilvægt væri að fá úrlausn dómstólsins um aðferð Landsréttar við sönnunarmat á framburði brotaþola. Þá geti verið fordæmisgefandi hvort það að sleikja kynfæri utan klæða geti talist brot á tilteknu ákvæði (2. málsgrein, 194.grein)  almennra hegningalaga. Að auki kunni að hafa verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um beitingu þess ákvæðis þegar ekki liggi fyrir neinar upplýsingar um ástand brotaþola aðrar en frásögn hennar sjálfrar.

Þá hafi málsmeðferð verið verulega ábótavant í héraði og fyrir Landsrétti.

Hæstiréttur féllst ekki á þessi rök, eins og áður segir, og úrskurðaði að hafna beiðni um áfrýjunarleyfið.

Hér má lesa um úrskurð Hæstaréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim