fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hæstiréttur neitaði nauðgara og innbrotsþjófi um áfrýjun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 14:30

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni dæmds nauðgara um áfrýjun til dómstólsins. Maðurinn var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á 2 milljónir króna fyrir að hafa brotist inn í hús og nauðgað konu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili konunnar og klætt hana úr nærbuxunum á meðan hún lá sofandi í sófa. Þá hafi hann káfað á og sleikt kynfæri hennar en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.

Í Landsrétti tókst ákæruvaldinu ekki að sanna að maðurinn hefði klætt konuna úr nærbuxunum né káfað á kynfærum hennar. Hins vegar var framburður konunnar um að hún hefði vaknað upp við að maðurinn var að sleikja á henni kynfærin metin trúverðugur auk þess sem verknaðurinn átti sér stoð í SMS-um og öðrum gögnum. Var maðurinn því sakfelldur fyrir húsbrot og nauðgun.

Lögmaður hins dæmda reyndi að færa rök fyrir því að Hæstiréttur ætti að taka málið fyrir því að mikilvægt væri að fá úrlausn dómstólsins um aðferð Landsréttar við sönnunarmat á framburði brotaþola. Þá geti verið fordæmisgefandi hvort það að sleikja kynfæri utan klæða geti talist brot á tilteknu ákvæði (2. málsgrein, 194.grein)  almennra hegningalaga. Að auki kunni að hafa verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um beitingu þess ákvæðis þegar ekki liggi fyrir neinar upplýsingar um ástand brotaþola aðrar en frásögn hennar sjálfrar.

Þá hafi málsmeðferð verið verulega ábótavant í héraði og fyrir Landsrétti.

Hæstiréttur féllst ekki á þessi rök, eins og áður segir, og úrskurðaði að hafna beiðni um áfrýjunarleyfið.

Hér má lesa um úrskurð Hæstaréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv