fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 06:04

Himininn lýstist upp í Saratov á mánudaginn. Mynd:Telegram / Figtherbomber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússar meta það sem svo að sprengingar á tveimur rússneskum herflugvöllum á mánudaginn og einum í gær hafi verið árásir, eins og ummæli þeirra benda til, þá munu þeir væntanlega telja það vera einn stærsta hernaðarlega ósigur sinn í stríðinu hvað varðar vernd eigin hersveita.

Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir daglegar stöðuskýrslur um gang stríðsins.

Bretarnir reikna einnig með að þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir rússneska herforingja, þeim verði kennt um þetta.

Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á hendur sér á sprengingunum en hafa hins vegar gefið sterklega í skyn að þeir hafi verið að verki og velkjast væntanlega fæstir í vafa um að svo var.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að það sé mjög athyglisvert ef Úkraínumenn hafi ráðist á rússneska flugvelli með drónum.

Fyrir það fyrsta þýði það að Úkraínumenn hafi vopn sem dragi svona langt, einn herflugvöllurinn er um 600 km frá úkraínsku landamærunum. Hitt sé að það sé mjög athyglisvert að rússneskar loftvarnir séu svo lélegar að drónarnir hafi komist alla leið.

Hann sagði að hugsanlega hafi Úkraínumenn notað gamla sovéska dróna við árásirnar eða þá nýja dróna sem Úkraínumenn hafa unnið að í langan tíma.

„Ef Úkraína getur hæft þessi skotmörk, hvað geta þeir þá ekki hæft? Við erum komin í vegalengdir sem benda til að þeir geti líka flogið til Moskvu og hæft skotmörk þar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Í gær

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“