fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Engar áætlanir til um björgun ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 09:00

Skip frá Norwegian Cruise Line. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar áætlanir eru til um björgun farþega og áhafnar ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land. Ef svo illa færi að stórt mengunarslys verði á skemmtiferðaskipi á íslensku hafsvæði mun taka minnst fimm daga að fá olíuhreinsiskip á vettvang.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef slys verður um borð í skemmtiferðaskipi og bjarga þarf farþegum og áhöfn, sem geta jafnvel verið á fimmta þúsund, geti tekið allt að tvo sólarhringa fyrir varðskip að komast á vettvang. Margar klukkustundir og jafnvel sólarhringar myndu líða áður en erlendir viðbragðsaðilar kæmu á vettvang.

Ekki eru til áætlanir sem gera ráð fyrir öruggri björgun svo margra farþega.

Þetta kemur fram í skýrslu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum.

Fréttablaðið segir að í skýrslunni sé bent á að afleiðingar mengunarslysa skemmtiferðaskipa gætu orðið mjög miklar. „Samstarf við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, styrkir viðbúnað vegna mengunarslysa, þótt það tæki að minnsta kosti fimm daga að fá olíuhreinsunarskip frá stofnuninni,“ segir í skýrslunni.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti