fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna breyttrar fjölskyldustefnu kínverskra stjórnvalda og ótryggs ástands í Austur-Evrópu hefur dregið mjög úr ættleiðingum barna hingað til lands á síðustu árum.

Á þessu ári hefur ekkert erlent barn verið ættleitt hingað til lands og er það í fyrsta sinn á öldinni sem það gerist og einnig ef síðustu áratugir síðustu aldar eru skoðaðir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að helsta ástæðan fyrir þessu sé að á síðustu árum hafi verið slakað á hömlum á fjölda barna sem kínverskir foreldrar mega eiga. Einnig sé ástandið í austanverðri Evrópu ótryggt. Fjöldi barna, aðallega af ættum Rómafólks, hefur verið ættleiddur frá Tékklandi á síðustu áratugum.

Ættleiðingum hefur fækkað mikið á þessari öld hér á landi að sögn blaðsins. 2007 voru rúmlega 20 börn ættleidd hingað til lands, langflest frá Kína. Kínversk börn voru síðan í meirihluta ættleiddra barna næstu fimm árin nema 2008 en þá voru 13 börn ættleidd hingað til lands og komu þau öll frá Indlandi.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“