fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, er að íhuga að láta bandaríska herinn taka að sér þjálfun enn fleiri úkraínskra hermanna en áður hafði verið ákveðið.  Er rætt um að þjálfa allt að 2.500 hermenn á mánuði í bandarískri herstöð í Þýskalandi.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir nokkrum embættismönnum í bandaríska stjórnkerfinu.

Ef af þessu verður munu mun fleiri úkraínskir hermenn fá þjálfun en fram að þessu og þjálfunin, sem þeir fá, verður öðruvísi.

Frá upphafi stríðsins hafa Bandaríkjamenn þjálfað nokkur þúsund úkraínska hermenn, aðallega í litlum hópum í tengslum við ákveðin vopnakerfi sem Úkraína hefur fengið frá Vesturlöndum.

Miðað við nýju hugmyndirnar þá munu miklu fleiri hermenn fá þjálfun og þá í þróuðum bardagaaðferðum, til dæmis um hvernig er hægt að samhæfa aðgerðir fótgönguliðs og stórskotaliðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins