fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Gætu þurft að flytja alla íbúa Kyiv á brott

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 08:00

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, hafa undirbúið brottflutning allra þriggja milljóna íbúa borgarinnar. Þetta verður gert ef Rússum tekst að eyðileggja raforkukerfi borgarinnar með árásum sínum.

Roman Tkatjuk, yfirmaður öryggismála í borginni, sagði þetta í samtali við The New York Times. Hann sagði ljóst að ef Rússar halda áfram að ráðast á orkuinnviðina þá geti svo farið að þeir verði allir eyðilagðir.

Úkraínsk yfirvöld segja að raforkukerfi landsins hafi orðið fyrir miklu tjóni í árásum Rússa og af þeim sökum hefur þurft að skammta rafmagn og loka algjörlega fyrir rafmagn á ákveðnum svæðum um tíma.

Tkatjuk sagði nauðsynlegt að geta varað almenning við með 12 klukkustunda fyrirvara ef það stefni í algjört hrun raforkukerfisins. Ef svo fari verði fólki sagt að það verði að yfirgefa Kyiv.

Hann sagði að staðan sé þolanleg eins og er og ekkert bendi til að fjöldi fólks sé að fara að flýja borgina. En staðan getur breyst hratt að hans sögn ef ekki verður hægt að halda ýmsum kerfum, sem þurfa rafmagn, gangandi, til dæmis vatnsveitu og skólpkerfum.

Verið er að koma upp 1.000 hitamiðstöðum sem fólk getur leitað í undan árásum Rússa og til að halda hita á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“