fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Gætu þurft að flytja alla íbúa Kyiv á brott

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 08:00

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, hafa undirbúið brottflutning allra þriggja milljóna íbúa borgarinnar. Þetta verður gert ef Rússum tekst að eyðileggja raforkukerfi borgarinnar með árásum sínum.

Roman Tkatjuk, yfirmaður öryggismála í borginni, sagði þetta í samtali við The New York Times. Hann sagði ljóst að ef Rússar halda áfram að ráðast á orkuinnviðina þá geti svo farið að þeir verði allir eyðilagðir.

Úkraínsk yfirvöld segja að raforkukerfi landsins hafi orðið fyrir miklu tjóni í árásum Rússa og af þeim sökum hefur þurft að skammta rafmagn og loka algjörlega fyrir rafmagn á ákveðnum svæðum um tíma.

Tkatjuk sagði nauðsynlegt að geta varað almenning við með 12 klukkustunda fyrirvara ef það stefni í algjört hrun raforkukerfisins. Ef svo fari verði fólki sagt að það verði að yfirgefa Kyiv.

Hann sagði að staðan sé þolanleg eins og er og ekkert bendi til að fjöldi fólks sé að fara að flýja borgina. En staðan getur breyst hratt að hans sögn ef ekki verður hægt að halda ýmsum kerfum, sem þurfa rafmagn, gangandi, til dæmis vatnsveitu og skólpkerfum.

Verið er að koma upp 1.000 hitamiðstöðum sem fólk getur leitað í undan árásum Rússa og til að halda hita á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast