fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segja mjög ljót níðyrði algeng í skólatímum og rugl að fólk geti ekki notað fornafnið hán

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 15:02

Hrefna, Nóam Óli og Andreas Tinni - Mynd: Karlmennskan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og Andreas Tinni og Nóam Óli, sem eru 17 ára og hafa tekið virkan þátt í starfinu frá 13 ára aldri, eru gestir í nýjasta þætti Karlmennskunar, hlaðvarpi sem er í umsjón Þorsteins V. Einarssonar. Í þættinum ræða þau Hrefna, Nóam og Andreas Tinni um kosti félagsmiðstöðvarinnar og stöðu hinsegin fólks í samfélaginu í dag. Þau segja frá reynslu sinni og upplifun, veita innsýn í reynsluheim hinsegin barna og ungmenna og hvaða þýðingu hinsegin félagsmiðstöðin hefur fyrir þá.

Þegar starfið hófst kallaðist það ungliðahreyfing Samtakanna 78 og fyrst um sinn mættu um 10-15 krakkar á hverja opnun. „Þegar við fórum að þróa starfið og förum að kalla okkur Hinsegin félagsmiðstöð fer mætingin að rjúka upp og núna er mætingin að meðaltali um 120 einstaklingar á hverri opnun,“ segir Hrefna.

„Í draumaheimi þá þyrftum við ekki að aðgreina eða hafa sérstaka félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni eða fötluð ungmenni eða börn sem falla utan einhverra kassa. En við búum ekki í draumaheimi því miður. Hinsegin félagsmiðstöðin er til, til þess að veita öruggan stað þar sem hinsegin börn eru ekki undantekning og geta hitt aðra í svipuðum pælingum og fengið að tilheyra,“

Þá bendir Hrefna á að Hinsegin félagsmiðstöðin sé ennþá tímabundið gæluverkefni, ólíkt öðrum félagsmiðtöðum á landinu. „Við erum ennþá rekin sem tilraunaverkefni með einn starfsmann í hlutastarfi og sjálfboðaliðum frá Samtökunum 78,“ segir hún.

„Það er galið að svona mikilvægt verkefni sé bara upp á punt.“

„Ég gat bara verið og þurfti ekkert að útskýra“

Nóam byrjaði að mæta í félagsmiðstöðina þegar hann var í 8. bekk. Þar kynntist hann besta vini sínum ásamt fólkinu sem hann stofnaði síðan hljómsveit með og byrjaði svo að vera daglega með í menntaskóla. „Ég gat einu sinni í viku farið eitthvert þar sem ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af hvað öllum í kringum mig fannst um mig,“ segir Nóam í þættinum.

Andreas Tinni hefur einnig góða sögu að segja af starfi félagsmiðstöðvarinnar. „Það var mjög þægilegt að geta mætt í rými og upplifað að vera aldrei öðruvísi en restin. Ég gat bara verið og þurfti ekkert að útskýra. Fólk leyfði þér bara að vera eins og þú ert. Fannst ég virkilega eiga heima í Hinsegin félagsmiðstöðinni.“

„Mannréttindi eru ekki pólitísk skoðun“

Talið barst að því hvernig tímarnir hafa breytast, sérstaklega í málnotkun. Sumt fólk hefur tekið illa í breytingar er varða til dæmis fornöfn en Andreas Tinni segir að það sé rugl að fólk geti ekki lært að nota fornöfn eins og hán.

„Það er rugl, þetta er ekkert satt. Fólk hættir ekkert að geta þróast, það hættir bara að nenna því. Það er líka hellingur af fólki á okkar aldri með þessi viðhorf.“

Andreas Tinni segir þá að það sé ekki eins og hinsegin börnum sé að fjölga. „Eina sem er að gerast er að upplýsingarnar eru aðgengilegri og hiinsegin fólk er að átta sig fyrr á því hver þau eru því þau eru með orðin til að lýsa því og staði til að tala um það.“

Nokkuð bakslag hefur orðið í baráttu hinsegin fólks um allan heim og er Ísland þar engin undantekning. Nóam segir að allt menntakerfið þurfi líka að vera tilbúið að taka slaginn og að níðyrði séu algeng í skólatímum.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef verið inni í tíma þar sem mjög ljót níðyrði hafa verið sögð um hinsegin fólk en af því það beindist ekki að mér persónulega þá gerði enginn neitt. Mannréttindi eru ekki pólitísk skoðun, heldur eiga þau að vera sjálfsögð.“

Nóam Óli og Andreas Tinni segja þá að það sé ekki starf hinsegin barna að kenna bekknum sínum um hinsegin málefni. „Það er ekki starf barna að kenna neitt.[…] Hinseginleikinn minn trompar það ekki að ég sé barn. Það er ekki viðeigandi að spyrja 14 ára mig hvernig kynfærin mín líta út.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku