fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Fjöldi fíkniefnamála

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 06:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Auk þess sinnti lögreglan hefðbundnum verkefnum og hafði meðal annars afskipti af ökumönnum í vímu.

Klukkan 23 voru þrír menn handteknir í Hlíðahverfi. Þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna, hylmingu, brot á vopnalögum og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Hald var lagt á ætluð fíkniefni, vopn og þýfi.

Um miðnætti var maður handtekinn í Miðborginni en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Var hann að selja öðrum fíkniefna er lögreglan hafði afskipti af þeim. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Kaupandinn slapp ekki við afskipti lögreglunnar og verður hann kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Klukkan eitt í nótt voru þrír menn handteknir í Miðborginni en þeir eru grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Í Kópavogi voru tveir menn handteknir í sitt hvoru málinu í gærkvöldi. Þeir eru báðir grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna. Annar var vistaður í fangageymslu en hinn var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Í Breiðholti og Miðborginni voru afskipti höfð af tveimur mönnum síðdegis í gær en þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Málin voru afgreidd á vettvangi.

Á fyrsta tímanum í nótt gáfu lögreglumenn ökumanni merki um að stöðva aksturinn þar sem hann ók í Hlíðahverfi. Ók ökumaðurinn þá á umferðarskilti. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Áður hafði verið tilkynnt um rásandi aksturslag ökumanns og akstur á móti umferð.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  Einn þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka bifreið án þess að hafa tilskilin ökuréttindi. Einn þeirra var handtekinn því hann var eftirlýstur vegna rannsóknar máls. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“