fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Rússar óttast árás á hafnarborg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 19:00

Novorossiysk er mikilvæg fyrir Svartahafsflota Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Rússar óttist að Úkraínumenn muni ráðast á rússnesku hafnarborgina Novorossiysk. Þeir hafa komið nokkrum landgöngufarartækjum, það eru farartæki sem geta bæði ekið á landi og siglt í sjó, fyrir í borginni að undanförnu.

Breska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu í stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins í Úkraínu.

Novorossiysk er við Svartahaf, austan við Krímskaga sem Rússar innlimuðu 2014.

Rússar fylgjast vel með stöðu mála í og við Novorossiysk og auka inn á milli viðbúnað hersins. Þetta hafa þeir gert frá því að mikil sprenging varð á brúnni sem tengir Krím við rússneska meginlandið en það gerðist í október.  Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við þá árás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“