fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fréttir

Tolli sendir dómsmálaráðherra tóninn – „Hann er að kveikja elda sem geta haft alvarlegar afleiðingar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. nóvember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Tolli Morthens telur að hættulegasti maðurinn innan íslenska refsivörslukerfisins sé sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, eftir að Jón boðaði í dag stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Jón kynnti í dag átak sem lögregla ætli að ráðast í á næstunni þar sem höggvið verði að rótum skipulagðrar glæpastarfsemi, meðal annars með því að efla lögregluna. Kallaði hann þetta stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Meðal annars eigi að samþykkja „afbrotavarnarheimildir“ eða forvirkar rannsóknarheimildir fyrir lögreglu, en slíkar heimildir hafa verið afar umdeildar. Eins talað hann um að það þyrfti nauðsynlega að búa lögreglumönnum starfsskilyrði svo þeir geti sinnt störfum sínum og væri ákall eftir því að lögregla fái að nota rafbyssur.

Tolli segir á Facebook að með þessari stríðsyfirlýsingu sé dómsmálaráðherra að kveikja elda sem geti haft alvarlegar afleiðingar.

„Með stríðsyfirlýsingu hans gegn skipulagðri brotastarfsemi er hann að kveikja elda sem geta haft alvarlegar afleiðingar, það er að gefa gengja-menningu bæði aukið vægi og sterkari rödd og gera þennan vettvang sem svo kölluð „gengi“ eru fyrir unga karlmenn sem eru týndir í tilverunni aukið vægi sem vettvangur þar sem þeir geta fundist þeir vera menn með mönnum. Fram að þessu hefur þetta verið hættulega kjánalegt en nokkuð sem þú lagar ekki með stríði.“ 

Tolli bendir á að í bókinni The Art of war hafi Sun Su sagt að besti hershöfðinginn þurfi aldrei að heyja orustu.

„Í guðanna bænum drögum andann djúpt áður en við bregðumst við ofbeldi með ofbeldi, í stóra samhenginu er hægt að vinna með þennan vanda án þess að fara í ofbeldis öfga hins opinbera.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáanlega ölvaður maður reyndi öll trikkin í bókinni til að sleppa undan refsingu

Sjáanlega ölvaður maður reyndi öll trikkin í bókinni til að sleppa undan refsingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega fangelsisdómin yfir banamanni Daníels – Tveggja ára fangelsi í stað þriggja og hálfs árs

Landsréttur mildaði verulega fangelsisdómin yfir banamanni Daníels – Tveggja ára fangelsi í stað þriggja og hálfs árs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar