fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Veturinn er að skella á Úkraínu og það getur haft mikil áhrif á gang stríðsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 07:03

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu er nú að færast á nýtt stig vegna breytinga á veðri. Fram að þessu hefur haustið verið milt en frá og með deginum í dag skellur kuldinn á af miklum krafti. Frost verður að degi til og mikið næturfrost. Um miðja næstu viku gæti farið að snjóa samkvæmt spám.

Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, frá því á mánudaginn, um gang stríðsins er bent á að meira myrkur, veðurbreytingar og kuldi valdi stríðsaðilum nýjum vandræðum.

Jakob Rømer Barfod, doktor við danska varnarmálaskólann, tók undir þetta mat í samtali við TV2 og sagði að hernaðaraðgerðir séu erfiðar að vetri til. Veturinn opni á ýmsa möguleika en loki jafnframt á aðra. Hann geti því skipt miklu máli.

Ef veturinn verður harður mun það reyna mjög á birgðaflutninga beggja stríðsaðila. Til dæmis þurfa hermennirnir meiri mat því þeir nota meiri orku þegar það er kalt. Einnig þurfa þeir meiri hita, tjöld, ofna, eldsneyti og vetrarfatnað.

Flutningsleiðir Úkraínumanna eru styttri en hjá Rússum og þess utan hafa Úkraínumenn gert markvissar árásir á birgðaflutningalínur Rússa að undanförnu sem mun valda Rússum enn meiri erfiðleikum í vetur.

Hernaður Úkraínumanna byggist á hraða og liðleika en erfitt er að fylgja þessari taktík að vetri en sumri.

Dagsbirtu nýtur skemur við að vetri en sumri og það getur veitt Úkraínumönnum ákveðið forskot á Rússa því þeir hafa fengið mikið af nýjum og fullkomnum búnaði til notkunar í orustum að næturlagi. Þeir eru því líklega í betri stöðu til að berjast í myrkri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi