fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Veturinn er að skella á Úkraínu og það getur haft mikil áhrif á gang stríðsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 07:03

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu er nú að færast á nýtt stig vegna breytinga á veðri. Fram að þessu hefur haustið verið milt en frá og með deginum í dag skellur kuldinn á af miklum krafti. Frost verður að degi til og mikið næturfrost. Um miðja næstu viku gæti farið að snjóa samkvæmt spám.

Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, frá því á mánudaginn, um gang stríðsins er bent á að meira myrkur, veðurbreytingar og kuldi valdi stríðsaðilum nýjum vandræðum.

Jakob Rømer Barfod, doktor við danska varnarmálaskólann, tók undir þetta mat í samtali við TV2 og sagði að hernaðaraðgerðir séu erfiðar að vetri til. Veturinn opni á ýmsa möguleika en loki jafnframt á aðra. Hann geti því skipt miklu máli.

Ef veturinn verður harður mun það reyna mjög á birgðaflutninga beggja stríðsaðila. Til dæmis þurfa hermennirnir meiri mat því þeir nota meiri orku þegar það er kalt. Einnig þurfa þeir meiri hita, tjöld, ofna, eldsneyti og vetrarfatnað.

Flutningsleiðir Úkraínumanna eru styttri en hjá Rússum og þess utan hafa Úkraínumenn gert markvissar árásir á birgðaflutningalínur Rússa að undanförnu sem mun valda Rússum enn meiri erfiðleikum í vetur.

Hernaður Úkraínumanna byggist á hraða og liðleika en erfitt er að fylgja þessari taktík að vetri en sumri.

Dagsbirtu nýtur skemur við að vetri en sumri og það getur veitt Úkraínumönnum ákveðið forskot á Rússa því þeir hafa fengið mikið af nýjum og fullkomnum búnaði til notkunar í orustum að næturlagi. Þeir eru því líklega í betri stöðu til að berjast í myrkri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni