fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
Fréttir

Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla starfsmann velferðarsviðs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 11:30

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14. Mynd: Gunnar V. Andrésson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. nóvember síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir 27 ára gömlum manni fyrir líkamsárás á starfsmann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni. Árásin átti sér stað mánudaginn 2. ágúst 2021, innandyra í húsnæði Velferðarsviðs.

Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni er 28 ára. Árásarmaðurinn sló hann hnefahöggi í andlit þannig að hann féll við og lenti á öxl með þeim afleiðingum að hann hlaut sár og mar á neðri vör og mar á vinstri öxl.

Í ákærunni er árásin skilgreind sem brot gegn valdstjórninni þar sem ráðist var á opinberan starfsmann sem var að sinna starfi sínu.

Hinn ákærði játaði brot sitt fyrir dómi. Var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna