fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Bandarískur hershöfðingi telur að 100.000 Rússar hafi fallið eða særst í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 06:59

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Mark A. Milley, æðsta yfirmanns bandaríska hersins, þá hafa rúmlega 100.000 rússneskir hermenn fallið eða særst í stríðinu í Úkraínu. Hann telur líklegt að Úkraínumenn hafi orðið fyrir svipuðu mannfalli.

Þetta er mat hans á mannfalli í stríðinu og hafa tölurnar ekki verið staðfestar af óháðum aðilum. Þetta eru hæstu og nákvæmustu tölurnar sem bandarískir embættismenn hafa sett fram um mannfall stríðsaðila til þessa.

Milley skýrði frá þessu mati sínu í ræðu sem hann flutti hjá Economic Club of New York í gær en þekktir einstaklingar ávarpa oft fundi samtakanna.

Milley sagðist telja að möguleiki sé fyrir hendi á að stríðsaðilar geti sest við samningaborðið til að stöðva stríðið. Ástæðan sé að hvorki Rússar né Úkraínumenn geti sigrað í stríðinu.

„Það verður að vera viðurkenning af beggja hálfu um að ekki sé hægt að sigra hernaðarlega og því neyðist stríðsaðilarnir til að grípa til annarra aðgerða. Hér er möguleiki, hugsanlegur möguleiki á að hægt verði að semja,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði