fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Skjöl segja sögu síðustu daganna fyrir flótta Rússa í september

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 05:52

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september náðu úkraínskar hersveitir að hrekja rússneskar hersveitir frá bænum Balakliia. Rússum lá svo mikið á að hafa sig á brott að þeir skildu mörg þúsund skjöl eftir í herstöð sinni. Þessi skjöl, sem Reuters hefur farið í gegnum, sýna að í júlí voru rússneskir hermenn sannfærðir um að árás Úkraínumanna væri yfirvofandi.

Samkvæmt því sem kemur fram í skjölunum þá var styrkur rússnesku hersveitanna aðeins 71% í lok ágúst. Einnig kemur fram að þær hafi skort skotfæri og annan útbúnað.

Í einu skjalanna, sem ónafngreindur rússneskur hermaður skrifaði, segir: „Óháð því hversu mörgum vélbyssumönnum þú skiptir út mun vélbyssan ekkert frekar virka ef það eru ekki kúlur í henni.“

Í dagbók, sem rússneskur herforingi skrifaði, kemur eitt og annað fram. Meðal annars merkir hann dagana með „árás“ og „sluppum við að verða umkringdir“ eða nöfn hermanna sem féllu í bardögum. 27. ágúst merkti hann sem „versti dagurinn“.

Þann 13. september náðu úkraínskar hersveitir bænum á sitt vald.

Í skjölunum kemur fram að síðustu vikurnar fyrir ósigurinn hafi Rússarnir átt í vandræðum með að fylgjast með Úkraínumönnunum og rafrænum hernaði þeirra.

Í lok ágúst voru hersveitirnar illa á sig komnar, mannfall, liðhlaup og álag vegna bardaga fór illa með þær. Tvær hersveitir, um sjötti hluti heildarheraflans í bænum, voru aðeins með 20% þess fjölda hermanna sem átti að vera í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti