fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Pútín heimilar hernum að stela úkraínskum listaverkum og menningararfi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 08:00

Úkraínskir listmunir bíða flutnings frá Lviv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilskipun sem Vladímir Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir fá rússneskar hersveitir heimild til að „fjarlægja“ úkraínsk listaverk og menningararf frá þeim svæðum sem Rússar hafa „innlimað“.

The Art Newspaper skýrir frá þessu og líkir framferði Rússa við þjófnað nasista á listaverkum í hernumdum löndum í síðari heimsstyrjöldinni.

Úkraínskir fjölmiðlar segja að Rússar hafi nú síðast tekið listaverk úr söfnum í borginni Kherson en hana hafa þeir haft á valdi sínu síðan 2. mars. Rússar eru sagðir hafa fjarlægt verðmæta listmuni frá Kherson í maí þegar þeir óttuðust að sókn úkraínska hersins væri yfirvofandi.

Meðal þess sem Rússar hafa fjarlægt eru jarðneskar leifar Potemkin fursta sem var uppi fyrir um 200 árum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rússneskri sögu en einnig úkraínskri.  Rússar segjast hafa fjarlægt jarðneskar leifar hans af „öryggisástæðum“.

Potemkin stofnaði Kherson, Odesa og Sevastopol á Krím.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“