The Art Newspaper skýrir frá þessu og líkir framferði Rússa við þjófnað nasista á listaverkum í hernumdum löndum í síðari heimsstyrjöldinni.
Úkraínskir fjölmiðlar segja að Rússar hafi nú síðast tekið listaverk úr söfnum í borginni Kherson en hana hafa þeir haft á valdi sínu síðan 2. mars. Rússar eru sagðir hafa fjarlægt verðmæta listmuni frá Kherson í maí þegar þeir óttuðust að sókn úkraínska hersins væri yfirvofandi.
Meðal þess sem Rússar hafa fjarlægt eru jarðneskar leifar Potemkin fursta sem var uppi fyrir um 200 árum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rússneskri sögu en einnig úkraínskri. Rússar segjast hafa fjarlægt jarðneskar leifar hans af „öryggisástæðum“.
Potemkin stofnaði Kherson, Odesa og Sevastopol á Krím.