fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 04:50

Bruce Springsteen er ekki hrifinn af Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkgoðsögnin Bruce Springsteen styður Kamala Harris til embættis forseta Bandaríkjanna og segir að hún muni vernda lýðræðið í landinu en á sama hátt sé Donald Trump ógn við stjórnarskrána og frelsi.

Springsteen kom fram á kosningafundi Kamala Harris í síðustu viku og flutti nokkur laga sinna. Á milli laga ræddi hann við fundargesti og sagði þeim að Harris muni vernda lýðræðið og berjast fyrir frelsi kvenna til að taka ákvörðun um barneignir.

Sky news segir að hann hafi sagst vilja forseta sem „virði stjórnarskrána“ og „sé ekki ógn við frelsi“ og beindi spjótum sínum þar að Trump og sagði hann ekki hafa þessi gildi í hávegum.

„Hann skilur ekki þessa þjóð, sögu hennar eða hvað felst í því að vera Bandaríkjamaður,“ sagði Springsteen og bætti við að Trump „bjóði sig fram til að vera harðstjóri“.

Barack Obama, fyrrum forseti, steig á svið á eftir Springsteen og sagði að „undarleg“ hegðun Trump „þýði ekki að forsetatíð hans verði ekki hættuleg“. Hann benti á ummæli John Kelly, fyrrum starfsmannastjóra Trump, sem hefur sagt að Trump vilji að hershöfðingjar sínir séu eins og Adolf Hitler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“