fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Segir að Pútín sé að missa stuðning mikilvægra hópa innanlands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 08:00

Skriðdrekar sem Rússar skildu eftir í Kharkiv. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, eigi í sífellt meiri erfiðleikum við að tryggja sér stuðning þriggja mikilvægra hópa í Rússlandi.

Að sögn ISW eru þessir þrír hópar:

Herbloggararnir – Pútín hefur þörf fyrir þá til að kynna hugmyndir sínar fyrir þeim Rússum sem styðja innrásina í Úkraínu og þeim sem búa á þeim svæðum sem Rússar hafa innlimað.

Uppgjafahermenn – Pútín hefur þörf fyrir þá til að skipuleggja herferðir til að fá menn til að ganga í herinn.

Hinir svokölluðu „silovki“ – Pútín hefur þörf fyrir þá en þeir eru með eigin hersveitir sem geta stutt við bakið á hernum í stríðinu í Úkraínu. Ein slíkra er hin alræmdi Wagnerhópur.

ISW segir það lykilatriði fyrir stríðsrekstur Pútíns og tök hans á valdataumunum að gott samkomulag sé á milli hans og allra þessara þriggja hópa þjóðernissinna. En snurður hafa hlaupið á þráðinn að undanförnu að sögn ISW, sérstaklega vegna illa skipulagðrar herkvaðningar og hrakfara rússneska hersins í Úkraínu.

Segir ISW að þessi hópar séu því komnir upp á kant við hver annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík