fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Fundu pyntingarklefa í Izium

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 11:32

Lík 5 barna fundust á meðal 447 líka í fjöldagröf í Izium. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega náðu úkraínskar hersveitir Izium á sitt vald en rússneskar hersveitir höfðu haft borgina á sínu valdi í tæplega sjö mánuði. Fréttamenn AP fengu nýlega aðgang að tíu pyntingarklefum í borginni sem Rússar eru sagðir hafa notað.

Einn klefanna er stór hola í íbúðahverfi, sól skín aldrei ofan í hana. Einnig var um stórt neðanjarðarfangelsi að ræða sem lyktaði af þvagi og úldnum mat.

Fréttamennirnir sáu einnig heilsugæslustöð, lögreglustöð og leikskóla þar sem Rússar eru sagðir hafa stundað pyntingar.

Fréttamenn AP hafa staðfest að átta manns, þar af sjö óbreyttir borgarar, hafi látist af völdum pyntinga Rússa.

Fréttastofan segir einnig að af þeim 447 líkum sem fundust í fjöldagröfum utan við borgina hafi 30 borið greinileg merki pyntinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fréttir
Í gær

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Í gær

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“